Um Fjallafólk

Fjallafólk er hópur fólks sem á það sameiginlega áhugamál að stunda útivist og njóta þess að ferðast, bæði innan lands og utan.

Við hittumst að jafnaði einu sinni í viku og hreyfum okkur saman, ýmist innanbæjar yfir dimmustu mánuði ársins, eða höldum til fjalla í nágrenni borgarinnar í kvöldgöngur á bjartari tíma ársins.

Við skipuleggjum einnig lengri ferðir, bæði dagsgöngur á meira krefjandi fjöll einu sinni í mánuði allt árið og nokkurra daga ferðir yfir sumartímann.

Síðast en ekki síst skipuleggjum við utanlandsferðir fyrir meðlimi hópsins og reynum þá gjarna að fara á staði sem ekki eru mikið sóttir af íslendingum og má sem dæmi nefna göngur í Albaníu, Pyreneafjöllin og Ítölsku Dólómítafjöllin

Fjallafólk er lokaður hópur og nýjir meðlimir koma almennt inn í gegnum kunningskap við fólk sem þegar er í hópnum.